Seðlabanki Íslands var hugmyndafrjór í viðleitni sinni til að örva eftirspurn í upphafi heimsfaraldursins. Helsta stýritækinu var beitt af miklum krafti þegar vextir voru lækkaðir niður í 0,75 prósent en jafnframt var bankinn óhræddur við að grípa til fleiri úrræða, sem virka með öðrum hætti en þjóna öll sama tilgangi. Árangurinn af þessum samverkandi aðgerðum endurspeglaðist í snörpum viðsnúningi hagkerfisins og ofþenslunni sem fylgdi í kjölfarið.
Vopn í búri Seðlabankans safna ryki
Seðlabankinn hefur látið hjá líða að vinda ofan af aðgerðum, sem juku peningamagn í umferð í heimsfaraldrinum og studdu þannig við vaxtalækkanir.