Beint í umfjöllun

Vantar sjóði og stór loforð til að skala upp kolefnismarkað

Endurheimt votlendis getur orðið að eins konar áskriftartekjum fyrir landeigendur. Mynd/Votlendissjóður

„Við höfum komið því á framfæri við fjármálafyrirtæki og stofnanafjárfesta að nú sé tækifæri til að stofna sjóð sem fjárfestir í kolefniseiningum,“ segir Ólafur Páll Torfason, rekstrarstjóri International Carbon Registry, sem ber heitið Loftslagsskrá Íslands á innlenda markaðinum og heldur utan um vottaðar kolefniseiningar.

Kolefniseining felur í sér sönnun þess að losun á einu tonni kolefnis út í andrúmsloftið hafi sparast eða það verið bundið til skemmri eða lengri tíma. Ólíkt losunarheimildunum sem eru festar í lög þá er markaðurinn fyrir kolefniseiningar valkvæður en fyrirtæki geta keypt einingar til að vega upp á móti kolefnislosun í rekstri.

Valkvæði markaðurinn fyrir kolefniseiningarnar fór ört vaxandi í kjölfar Parísarsamkomulagsins árið 2015 þegar fjöldi stórfyrirtækja setti sér markmið um kolefnishlutleysi innan tilsettra tímamarka.

En kolefniseining er ekki það sama og kolefniseining. Þær einingar sem verða til við svokallaða kolefnisforðun, þ.e.a.s. þegar endurnýjanlegir orkugjafar koma í stað jarðefnaeldsneytis, eru ódýrar í samanburði einingar sem verða til við varanlega kolefnisbindingu eins og Carbfix áformar að gera í stórum stíl. Fyrri gerðin kostar minnst 2 Bandaríkjadali á meðan fyrirtæki eru reiðubúin að greiða margfalt, margfalt meira fyrir dýrari gerðir.

Á síðustu misserum hefur markaðurinn staðnað, jafnvel dregist lítillega saman, og meðalverð gefið eftir. Gagnrýni á útgáfu eininga vegna kolefnisforðunar, sér í lagi hvort þær hafi marktæk áhrif á losun þegar öllu er á botninn hvolft, hefur valdið því að stórfyrirtæki á borð við Google, Delta Airlines og EasyJet hafa dregið úr kaupum sínum á ódýrum einingum.

En þrátt fyrir bakslag hafa mörg fjármálafyrirtæki tekið langa stöðu í kolefniseiningum og gildir það einkum um hágæðaeiningar sem endurspegla varanlega bindingu. Trafigura Group, sem er alþjóðlegur risi á sviði hrávöruviðskipta, hefur sett sig í stellingar fyrir metvöxt í kaupum á kolefniseiningum. Það helgast af þeirri spá að regluverkið í öllum heimshlutum þróist í þá átt að kolefniseiningar verði hefðbundin fjárfestingavara og tól í rekstri fyrirtækja.

Eins telur fjárfestingabankinn Morgan Stanley að Evrópusambandið muni á einhverjum tímapunkti heimila fyrirtækjum að nýta kolefniseiningar frá valkvæða markaðinum til að uppfylla lögbundnar skuldbindingar um losun. Það hefur þegar verið rætt innan sambandsins. Fyrr í vetur gerði fjárfestingabankinn samning við Climeworks, sem rekur meðal annars lofthreinsiver á Hellisheiði, um fjármögnun vegna markaðssóknar í Bandaríkjunum en samningurinn tryggir Morgan Stanley umtalsvert magn af hágæðakolefniseiningum.

Þá hefur norræni bankinn Nordea hætt kaupum á einingum sem má rekja til kolefnisforðunar en þess í stað gert langtímasamninga um kaup á einingum frá tilteknum verkefnum sem binda kolefni. Markmiðið er að skala upp markaðinn og jafnframt vera með safn verkefna sem tryggja bankanum nægt magn hágæðaeininga til að koma kolefnisbókhaldinu í plús árið 2030.

„Það er búið að hlaða inn á lagerinn – og því offramboð af kolefniseiningum – en eftir nokkur ár verður skortur. Vandamálið fer stækkandi en ekki minnkandi,“ segir Ólafur Páll.

„Það sem vantar [á Íslandi] er sjóður sem segir: ég ætla að staðsetja mig við endann á færibandinu og skuldbinda mig til að kaupa 20 prósent af öllu sem kemur í gegn.“

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir