Beint í umfjöllun

Unnur skipuð í stjórn danska fjármálaeftirlitsins

Unnur Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits hjá Seðlabanka Íslands, hefur verið skipuð í stjórn Finanstilsynet, danska fjármálaeftirlitsins.

Greint er frá skipuninni á vef dönsku eftirlitsstofnunarinnar en þar segir að Unnur taki sæti Svein Andreasen, fyrrverandi forstöðumanns fjármálastöðugleikanefndar hjá danska seðlabankanum, sem ákvað að láta af stjórnarstörfum.

Unnur, sem er lögfræðingur að mennt, var forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá árinu 2012 og þar til eftirlitsstofnunin var sameinuð við Seðlabanka Íslands á árinu 2019. Hún gegndi stöðu varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits þar til hún baðst lausnar frá embætti í byrjun árs 2023.

Umfjallanir