Það verða ekki gerðar neinar meiriháttar breytingar á starfskjarastefnu Íslandsbanka á aðalfundinum sem er á næsta leyti. Enda fer ríkið enn með ríflega 40 prósenta hlut þótt ráðgert sé að selja hann á þessu ári. Í stuttri greinargerð sem stjórn bankans lét fylgja með tillögum til aðalfundar var hins vegar gefið í skyn að hún vilji gjarnan koma á kaupaukakerfi þegar færi gefst.