Beint í umfjöllun

Samkaup og Heimkaup, sem hafa skilað inn samrunatilkynningu til Samkeppniseftirlitsins, telja „nauðsynlegt“ að rekstrarleg samþætting félaganna hefjist áður en eftirlitið fellir sinn dóm. Annars er hætt við því sameinað félag verði fyrir fjárhagslegu tjóni og verr í stakk búið til að veita „turnunum tveimur“, Festi og Högum, samkeppnislegt aðhald.

Smásölufélögin óskuðu eftir undanþáguheimild til þess að framkvæma samrunann á meðan hann er til rannsóknar og var sú heimild veitt fyrir viku síðan. Í samrunatilkynningunni, sem hefur verið birt á heimasíðu eftirlitsins, er rakið hvers vegna félögin fóru fram á undanþágu.

„Samrunaaðilar telja nauðsynlegt að hefja rekstrarlega samþættingu félaganna sem fyrst og að tafir á framkvæmd samrunans geti skaðað hið sameinaða félag fjárhagslega. Samrunaaðilar hafa verið í verulega krefjandi rekstraraðstæðum,“ segir í tilkynningunni og í framhaldinu er nefnt að bæði félög hafi skilað tapi á síðasta rekstrarári.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir