
Launaleysi í fimm ár skilaði sér í 600 milljóna króna sölu
Hrönn Margrét Magnúsdóttir, stofnandi og stærsti hluthafi Ankra, sem var nýlega selt til Ölgerðarinnar fyrir 600 milljónir króna, ræðir um tíu ára uppbyggingu fyrirtækisins.
Eitt stærsta heillasporið, sem hún segir hafa verið ómetanlegt í uppbyggingu fyrirtækisins, var að fá inn reynslumikið fólk úr atvinnulífinu í stjórn. Samhliða sölunni keypti hún vörumerkið Feel Iceland út úr fyrirtækinu og stefnir nú á að koma því inn í lúxusvöruverslanir í London.

Íslandsbanki horfi líklega til Skaga og bíði færis
Hvaða samrunar á bankamarkaði eru raunhæfir eftir afþökkun Íslandsbanka á viðræðuboði Arion banka? Hluthafinn leitaði til Alexanders Jensens Hjálmarssonar, stofnanda greiningarfyrirtækisins Akkurs, til að fara yfir stöðuna.

Fjárfestar sjá tækifæri á eftirmarkaði með framtakssjóði
Tveir sjóðstjórar skrifa aðsenda grein um eftirmarkaði með eignarhluti í framtakssjóðum en á síðustu árum hefur sjóðasöfnun í eftirmarkaðssjóði náð nýjum hæðum
Ekki hefur þróast eftirmarkaður að ráði með eignarhluti í innlendum framtakssjóðum en erlendir eftirmarkaðssjóðir hafa þó sýnt eignarhlutum íslenskra lífeyrissjóða í framtakssjóðum áhuga, bæði innlendum og erlendum.
Myndritið
Sjóðirnir skákuðu bönkunum

Seðlabankinn birti í gær tölur um hreinar lánveitingar lífeyrissjóða sem sýna áframhaldandi vöxt í veitingu íbúðalána. Í janúar lánuðu þeir út 7,4 milljarða króna og skákuðu bönkunum í fyrsta sinn frá því í september 2023.

Vaxandi umsvif lífeyrissjóða í veitingu íbúðalána getur haft áhrif á aðra eignamarkaði, ekki síst verðbréfamarkaðinn, þar sem lánastarfsemin tekur til sín fjármagn sem annars hefði leitað í aðra eignaflokka.
Skotsilfur
Vandlega valið „nú“
Er loku fyrir það skotið að Arion banki geri aðra tilraun til samruna við Íslandsbanka þegar ríkið hefur selt sig niður? Í viðbrögðum stjórnar Arion við afþökkun stjórnar Íslandsbanka brá fyrir einu orði, sem sumir hafa staldrað við og telja vandlega valið af stjórn bankans. Það er orðið „nú“ í eftirfarandi setningu: