Stofnendur Iðunnar H2, sem freistar þess að reisa verksmiðju fyrir framleiðslu á sjálfbæru þotueldsneyti í Helguvík, hafa átt í viðræðum við sérhæfða erlenda sjóði um fjármögnun á verkefninu. Þegar upp er staðið gæti verksmiðjan kostað hátt í 140 milljarða króna en Auður Nanna Baldvinsdóttir horfir til þess að eftirspurn eftir þotueldsneyti vaxi gífurlega á næstu árum og áratugum í takt við stigmagnandi kröfur Evrópusambandsins um notkun á grænu þotueldsneyti.