Beint í umfjöllun

Rjúka upp til handa og fóta til að kjósa endurskoðanda

Þrjú skráð félög, Íslandsbanki og fasteignafélögin Reginn og Reitir, hafa boðað til hluthafafunda á næstu vikum þar sem eina málið á dagskrá er að kjósa Deloitte sem endurskoðunarfélag.

Félögin eiga það sameiginlegt að Ernst & Young (EY) gegnir hlutverki endurskoðunarfélags, sem kosið er um á hluthafafundum. Síðasta vor var greint frá „fyrirhuguðum samruna“ EY og Deloitte á Íslandi og stóðu skráðu félögin í þeirri trú – sem var meðal annars byggð á samskiptum við fyrrnefnda endurskoðendur – að sameinað endurskoðunarfélag kæmi sjálfkrafa í stað EY.

Annað kom á daginn enda var ekki um eiginlegan samruna að ræða í lagalegum skilningi. Samkeppniseftirlitið heimilaði viðskiptin rétt fyrir jól og kemur fram í ákvörðun eftirlitsins að Deloitte kaupi tilteknar eignir og rekstur EY. Þar ef leiðandi er EY enn endurskoðunarfélag skráðu fyrirtækjanna þrátt fyrir að vera hálfgert skúffufyrirtæki eftir söluna.

Forviðræður við Samkeppniseftirlitið hófust í febrúar 2023 en það kom ekki í ljós fyrr en á nýju ári að skráðu félögin þyrftu lögum samkvæmt að kjósa nýtt endurskoðunarfélag í tæka tíð fyrir gerð næsta ársreiknings. Viðmælendur Hluthafans í öllum þremur félögunum voru á einu máli um að endurskoðendurnir hefðu mátt standa betur að upplýsingagjöf.

Umfjallanir