Beint í umfjöllun

Hefur fyrirtækið þitt sögu að segja?

Þegar hugurinn stendur til þess að koma fyrirtæki þínu á framfæri í fjölmiðlum er að ýmsu að huga. Hvað er það sem skilur góðar fréttatilkynningar frá slæmum og hámarkar líkur á birtingu? Hvernig er best að nálgast blaðamenn til að koma viðtali í kring og hvað er það sem fær þá til að bíta á agnið?

Það getur reynst stjórnendum tímafrekt að finna upp hjólið í þessum efnum en Hluthafinn býður upp á fjölmiðlaráðgjöf, sem er einkum sniðin að litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Við höfum reynsluna, þekkjum bransann og höfum sinnt fjölmiðlaverkefnum fyrir nokkur af efnilegri vaxtarfyrirtækjum landsins.

Dæmi um þjónustu:

  • Vandaðar fréttatilkynningar til að hámarka dreifingu
  • Samskipti við fjölmiðla til að koma viðtali í kring
  • Greinaskrif til birtingar í fjölmiðlum og önnur tilfallandi textagerð

Hafðu samband til að kanna möguleikana endurgjaldslaust. Almennt er ekki unnið eftir tímagjaldi heldur árangurstengdum greiðslum sem velta alfarið á því hvort að markmiði viðskiptavinar sé náð.

Þorsteinn Friðrik Halldórsson
Ritstjóri Hluthafans
thorsteinn@hluthafinn.is
696-8131

*Í þessu samhengi skal skýrt tekið fram að aldrei er þegin greiðsla fyrir birtingu efnis á síðum Hluthafans. Ráðgjöfin snýst einvörðungu um birtingar í öðrum miðlum.