Beint í umfjöllun

Pólitíska áhættan í kringum taprekstur seðlabanka

Fræðilega séð ætti neikvæð afkoma seðlabanka ekki að hafa áhrif á getu þeirra til að ná peningastefnulegum markmiðum. En þá er aðeins hálf sagan sögð.

Það var varla búið að slökkva á ljósunum í ráðstefnusalnum, þar sem aðildarfélög Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu höfðu kvartað undan séríslensku regluverki, þegar Seðlabanki Íslands tilkynnti um hertar kröfur. Peningastefnunefnd bankans tók þá ákvörðun á sérstökum aukafundi í byrjun mánaðar að hækka bindiskyldu lánastofnana úr 2 prósentum í 3 prósent.

Sú fjárhæð sem bankarnir binda í dag miðað við 2 prósenta bindiskyldu nemur 62 milljörðum króna. Fjármagnið liggur inni á reikningi hjá Seðlabankanum og ber enga vexti ólíkt öðrum innistæðum bankanna. Þegar bindiskyldan hækkar upp í 3 prósent er gert ráð fyrir því að upphæðin hækki um 30 milljarða króna og áhrifin verða þau að bankarnir fara á mis við vaxtatekjur upp á tæplega 3 milljarða króna.

Ólíkt fyrri breytingum á bindiskyldunni, þar sem Seðlabankinn leitaðist við að stýra lausafé í bankakerfinu, var vísað til þess að bankarnir hefðu hingað til notið ábatans af gjaldeyrisforða Seðlabankans, meðal annars í formi hagstæðari vaxtakjara á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, án þess að taka þátt í þeim gríðarlega kostnaði sem felst í því að halda forðanum úti.

Ákvörðunin kom bankakerfinu í opna skjöldu – sérstaklega í ljósi þess að hún var tekin á sérstökum aukafundi – og fyrstu viðbrögð voru heldur neikvæð miðað við samtöl Hluthafans við fjölmarga stjórnendur innan kerfisins. Einn stjórnandi talaði um „gerræðislega“ ákvörðun til að rétta af rekstur Seðlabankans. Annar sýndi því nokkurn skilning að Seðlabankinn leitaðist við að fjármagna kostnaðinn við gjaldeyrisforðann. „Við tölum um forðann þegar við erum að lýsa því [fyrir fjárfestum] hvaða tryggingar hagkerfið hefur,“ sagði hann.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir