Oculis kom greinendum hjá norræna fjárfestingabankanum Pareto á óvart í byrjun janúar þegar líftæknifyrirtækið kynnti jákvæðar niðurstöður úr rannsókn á OCS-05, lyfi sem er þróað til að meðhöndla sjóntaugabólgu. Þær sýndu fram á getu lyfsins til að bæta sjón þeirra sem þjást af sjúkdómnum en þetta voru mun betri niðurstöður en greinendurnir höfðu búist við.
„Við héldum að í besta falli kæmu blendnar niðurstöðu sem sýndu lítinn mun í samanburði við lyfleysu, en kenningin okkar var sú að þetta væri langsótt í ljósi þess hvernig öðrum hefur mistekist sama ætlunarverk,“ segir í verðmati Pareto, sem var gefið út fyrir tæpri viku.