Beint í umfjöllun

Myndritið – Mesti fermetrafjöldi í virkri byggingu frá 2008

Seðlabanki Íslands birti þetta myndrit í Fjármálastöðugleika sem var gefinn út í síðustu viku. Það sýnir atvinnuhúsnæði í virkri byggingu, mælt í þúsundum fermetra.

Undir lok síðasta árs voru um 308 þúsund fermetrar skilgreindir í virkri byggingu og er það mesti fermetrafjöldi í virkri byggingu sem mælst hefur frá árinu 2008.

Í þessu efnum þarf þó að hafa huga, segja sérfræðingar á fasteignamarkaði, að fermetrar eru einnig teknir úr umferð þessi misserin eftir því sem atvinnuhúsnæði er breytt í íbúðahúsnæði. Það hefur færst í aukana.

Seðlabankinn nefnir í umfjöllun sinni að uppbygging atvinnuhúsnæðis hafi verið nokkuð hæg frá fjármálakreppunni árið 2008 en síðastliðin ár hafi fólksfjölgun og vöxtur einkaneyslu aukið eftirspurn.

Miðað við stöðu stóru fasteignafélaganna, útlánagæði banka til fasteignafélaga og þróun raunverðs atvinnuhúsnæðis virðist íslenskur atvinnuhúsnæðismarkaður vera á betri stað en sá evrópski, að mati Seðlabankans, þrátt fyrir hátt vaxtastig síðastliðin ár.

En höfundar Fjármálastöðugleika segja fjármálakerfið þurfi engu að síður að „gæta að viðnámsþrótti sínum“ gagnvart mögulegum verðlækkunum á atvinnuhúsnæðismarkaðinum, þar sem tekið hefur að hægja á umsvifum í hagkerfinu.


Þessi moli er hluti af vikulegu fréttabréfi Hluthafans sem inniheldur ýtarlegar umfjallanir fyrir áskrifendur. Það má nálgast hér.

Umfjallanir