Beint í umfjöllun

Seðlabanki Íslands hækkaði bindiskyldu bankanna í apríl til að bregðast við miklum vaxtakostnaði. Vextirnir sem Seðlabankinn fær fyrir erlendar eignir, sem eru að mestu í erlendum bönkum og ríkisskuldabréfum, eru töluvert lægri en þeir vextir sem greiddir eru til bankanna fyrir innlán í krónum.

Gögn Seðlabankans fyrir maí sýna að afkomuspá bankans versnaði umtalsvert en nú ert gert ráð fyrir 13 milljarða króna tapi á þessu ári. Bankinn þarf ekki endilega að bregðast við þessari stöðu heldur getur hann bundið vonir við hagnað í framtíðinni.

Pólitíska áhættan í kringum taprekstur seðlabanka
Fræðilega séð ætti neikvæð afkoma seðlabanka ekki að hafa áhrif á getu þeirra til að ná peningastefnulegum markmiðum. En þá er aðeins hálf sagan sögð.

Hinn möguleikinn væri að grípa til frekari aðgerða en hækkun bindiskyldunnar var sögð vera „hluti af heildarendurskoðun á vaxtakjörum sem helstu mótaðilar njóta í bankanum.“ Stjórnendur Seðlabankans hafa lagt áherslu á að draga þurfi úr taprekstri bankans til að viðhalda trúverðugleika peningastefnunnar. Þó ber að nefna að afkomuspáin flöktir töluvert og kann að breytast til betri vegar.

Umfjallanir