Beint í umfjöllun

#8 Mótvindur í stjórnsýslu, álitamál um bankasamruna og verðmat á Oculis

Qair hefur aldrei rekist á annað eins kraðak í stjórnsýslu

Alþjóðlega orkufyrirtækið Qair hefur til skoðunar að skila inn stjórnsýslukæru þar sem fyrirtækið telur að málsferðferð Náttúrufræðistofnunar vegna tveggja vindorkukosta sé á skjön við stjórnsýslulög.

Friðjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Qair á Íslandi segir fyrirtækið glíma við stofnanir þar sem sérfræðingarnir virðast vera búnir að fullmóta afstöðu sína til vindorku og vafasamt vinnusiðferði tíðkast.


Veðja á hagkvæmnisrök til að komast gegnum nálarauga SKE

Eggert B. Ólafsson, lögmaður og sérfræðingur í samkeppnisrétti, gerir ráð fyrir að Arion banki telji sig geta lagt fram ýtarleg hagræn gögn og útreikninga fyrir Samkeppniseftirlitið, sem sýna fram á að samruni við Íslandsbanka leiði ekki til þess að neytendur verði verr settir eftir samrunann en þeir voru fyrir hann.

Hluthafinn leitaði til Eggerts til að fara yfir helstu samkeppnisréttarlegu álitamálin í tengslum við áformin en frestur stjórnar Íslandsbanka til að svara tillögu stjórnar Arion banka rennur út á morgun.


Pareto greinir tækifærin í „nýju stjörnu“ Oculis

Oculis kom greinendum hjá norræna fjárfestingabankanum Pareto á óvart í byrjun janúar þegar líftæknifyrirtækið kynnti jákvæðar niðurstöður úr rannsókn á OCS-05, lyfi sem er þróað til að meðhöndla sjóntaugabólgu.

Nú fyrst er OCS-05 tekið með í reikninginn í verðmati Pareto og það hefur verulega jákvæð áhrif þegar horft er til framtíðar.


Skotsilfur

Verðið á netverslun í safni Kviku rýkur upp eftir tvöföldun tekna

Síðasta ár var metár fyrir bresku starfsemi Kviku og einn athyglisverður orsakaþáttur var nefndur í uppgjörskynningu bankans á dögunum til að útskýra gott gengi í Bretlandi:

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir