Beint í umfjöllun

„Mótvægið vantar“ – Hvernig lýðskrum um skortsölu hindraði umbætur

Ósamhverfar upplýsingar, ógegnsæi og ófyrirsjáanleiki. Þetta er það sem leiðir af vanþróaðri umgjörð í kringum verðbréfalán og skortsölu.


Þegar lögum um lífeyrissjóði var breytt árið 2016 var lagt upp með að veita sjóðunum heimild til að lána verðbréf, sem er markaðsvenja á öllum þróuðum verðbréfamörkuðum. Hugmyndin var sú að sjóðirnir fengju tekjur af því að lána verðbréf sem annars lægju óhreyfð í eignasöfnum og hlutabréfamarkaðurinn yrði virkari fyrir vikið.

Þessi heimild var tekin út úr frumvarpinu í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar, sem var þá undir formennsku Frosta Sigurjónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Í nefndarálitinu birtist afar neikvæð sýn á verðbréfalán og skortsölu:

„Verðbréfalán eru almennt skammtímaviðskipti sem hafa í besta falli óbeina tengingu við raunhagkerfið og eru í mörgum tilvikum liður í hreinni spákaupmennsku. Nefndin telur þátttöku í slíkum viðskiptum ekki samræmast hlutverki lífeyrissjóða sem langtímafjárfesta.“

Átta árum síðar hefur ekkert gerst þrátt fyrir ríkan vilja hjá Kauphöllinni, og þrátt fyrir að lífeyrissjóðir hafi verið samþykkir því að fá slíka heimild.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir