- Fjármálaráðuneytið veltir fyrir sér innleiðingu á nýrri fjármálareglu
- Fyrsta óskráða sveitarfélagsbréfið á bókum skuldabréfasjóðs
- Hversu mikið er of mikið af endurgreiðslum vegna R&Þ?
Fjármálareglur hvetja til aukinna útgjalda
Fjármálaráðuneytið hefur til skoðunar að breyta fjármálareglum hins opinbera á þann veg að svonefnd stöðugleikaregla komi í stað afkomureglunnar sem núgildandi lög mæla fyrir um.
Í nýbirtri fjármálaáætlun kemur fram að ráðuneytið hafi unnið skýrslu um fjármálareglurnar þrjár, sem voru teknar úr sambandi árið 2020 vegna heimsfaraldursins og eiga að taka aftur gildi árið 2026. Niðurstöður skýrslunnar. sem hefur þó ekki enn verið birt, eru að engin þeirra stuðli með beinum hætti að markmiðinu um efnahagslegan stöðugleika.