Beint í umfjöllun

#9 Markaðurinn brýtur heilann um innviðafélag Nova / TF II í betra horfi eftir þrautargöngu

Teikna upp „nýja Mílu“ eftir útspil Nova

Það eru skiptar skoðanir á fjarskiptamarkaði um það hvaða hlutverki innviðafélagið, sem Nova ætlar að koma á fót, mun gegna. Sumir telja að það verði að mestu leyti bundið við Nova og sé til þess fallið að draga betur fram virðið sem felst í fjarskiptainnviðunum fyrirtækisins. Aðrir túlka þetta sem fyrsta skrefið í átt að innviðarisa sem verður álíka stór og Míla.

Þegar Nova birti uppgjör undir lok febrúar kom fram að stjórnin hefði ákveðið að stofna sérstakt innviðafélag um lykilinnviði, dreifikerfi og stofnnet. Í samtölum Hluthafans við fjölda viðmælenda sem koma með einum eða öðrum hætti að fjarskiptamarkaði, þar á meðal stjórnendur, greinendur og sjóðstjóra, eru áformin túlkuð á mismunandi vegu.


Hvernig Hreinsitækni og fram­taks­sjóði í klandri var komið á réttan kjöl

„Það voru engir happdrættisvinningar í boði – þessi viðsnúningur byggir að langmestu leyti á því að hafa fókus á því sem skiptir máli og reyna að halda dampi. Svo skiptir miklu máli að það sé gaman að því að mæta í vinnu á morgnana,“ segir Björgvin Jón Bjarnason, forstjóri Hreinsitækni, sem sérhæfir sig í að þjónusta samgöngukerfi, skólpkerfi og stóriðju.

Hreinsitækni er eitt af þeim þremur fyrirtækjum sem saman mynda eignasafnið hjá framtakssjóðinum TF II. Sjóðurinn var kominn á fullt skrið í fjárfestingum árið 2019 en ekki leið á löngu þar til hann lenti í verulegum vandræðum með eignasafnið, sem var fært niður um meira en helming yfir tveggja ára tímabil. Staða sjóðsins gjörbreyttist hins vegar í fyrra.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir