Beint í umfjöllun

Magnlítil íhlutun var hárrétt ákvörðun, segir AGS

Í heimsfaraldrinum voru aðstæður ekki þannig að Seðlabanki Íslands gæti beitt magnbundinni íhlutun með skilvirkum hætti.

Tobias Adrian, framkvæmdastjóri hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, flutti erindi á ráðstefnunni Reykjavík Economic Conference, sem var haldin nýlega í Hörpu. Þar kynnti hann niðurstöður rannsóknar sem snerist um það hvenær fýsilegt væri fyrir seðlabanka að beita magnbundinni íhlutun, þ.e. að kaupa ríkisskuldabréf og dæla þannig lausafé inn í fjármálakerfið.

„Fræðimenn hafa fært rök fyrir því að QE kunni að hafa átt þátt í ofþenslunni eftir heimsfaraldurinn og það var viðfangsefnið. Nánar tiltekið könnuðum við undir hvaða kringumstæðum skyldi beita QE. Ætti einungis að beita því í alvarlegum lausafjárkrísum eða einnig í vægari lausafjárgildrum (e. shallow liquidity trap)?“ spurði Adrian á ráðstefnunni. Magnbundin íhlutun er í daglegu ensku máli kölluð QE.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir