Keflavíkurflugvöllur var í sigti erlendra fjárfesta um nokkurra ára skeið áður en heimsfaraldurinn kom til sögunnar. Á meðal þeirra sem sýndu vellinum áhuga var ástralska fjárfestingafélagið Macquarie, umsvifamesti innviðafjárfestir heims, og árið 2017 rataði í fjölmiðla að aðstoðarmaður fjármálaráðherra hefði fundað með fulltrúum félagsins.
Það fór hins vegar minna fyrir þreifingum árið 2019 þegar frekari samtöl við yfirvöld, meðal annars Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, áttu sér stað.
„Það var áhugi af hálfu ráðherra á að skoða málið en síðan náði það ekki lengra,“ segir Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri MAR Advisors, sem var ráðgjafi og fulltrúi Macquarie, í samtali við Hluthafann.