Íþyngjandi kvaðir á Mílu, sem hefðu að mati fyrirtækisins átt að falla niður árið 2021, hafa valdið fjárhagslegu tjóni sem hleypur á hundruðum milljóna króna á síðustu tveimur árum. Það eitt að fyrirtækið geti ekki breytt verðum í samræmi við verðlagsþróun án samþykkis frá Fjarskiptastofu, sem getur tekið marga mánuði og jafnvel ár, hefur kostað hátt í 300 milljónir króna.
„Óréttmætar“ kvaðir kostuðu Mílu hundruð milljóna króna
Kvaðirnar gera það að verkum að nánast allar viðskiptalegar ákvarðanir Mílu þurfa samþykki Fjarskiptastofu sem getur tekið marga mánuði og jafnvel mörg ár.