Aðstæður á markaðinum sem kísilverið á Bakka starfar á hafa versnað til muna frá því að fjárhagur fyrirtækisins var endurskipulagður vorið 2022. Verð á kísilmálmi gefið verulega eftir – einkum vegna harðrar samkeppni frá kínverskum framleiðendum – og óvíst er hversu lengi deyfðin á markaðinum mun vara.
Þungur róður hjá kísilverinu á Bakka
Eftir að verð á kísilmálmi rauk upp í hæstu hæðir á seinni hluta árs 2021 var til skoðunar að tvöfalda framleiðslugetu kísilversins á Bakka og taka yfir verksmiðjuna í Helguvík. Síðan þá hafa aðstæðurnar versnað til muna.