Beint í umfjöllun

Formaður Eikar kallar eftir skýrari hvötum fyrir stjórnir

Bjarni K. Þorvarðarson, stjórnarformaður Eikar og stjórnarmaður í Símanum.

Á meðan lykilstjórnendur skráðra fyrirtækja hafa fengið aukin tækifæri til að bæta kjör sín þegar vel gengur, ýmist með kaupaukum eða nýtingu á kaupréttum, hefur umbunin fyrir það að sinna stjórnarstörfum mætt afgangi. Sem dæmi hækkuðu föst laun fyrir stjórnarformennsku hjá Festi um 9 prósent á tímabilinu 2019 til 2023 á meðan verðlag hækkaði 34 prósent.

Álíka staða er uppi hjá fasteignafélaginu Heimum, sem áður hét Reginn, tryggingafélaginu Sjóvá, smásölufélaginu Högum og jafnframt Kviku. Óvíða í Kauphöllinni hafa stjórnarlaun – að minnsta kosti þegar litið er til fastra launa formannsins – lækkað að raungildi frá því sem var fyrir heimsfaraldurinn.

Það sem skortir þó helst í umræðunni um stjórnarstörf, segir Bjarni K. Þorvarðarson, stjórnarformaður Eikar og stjórnarmaður í Símanum, er hvernig betur má tvinna saman hagsmuni stjórnarmanna og hluthafa.

„Það hefur verið mjög lítil umræða um stjórnarstörf, þ.e.a.s. hvort stjórnarmenn eigi að hafa hagsmuni af því að fyrirtækinu gangi vel í stað þess að það sé skrifað í lög að stjórnarlaun skulu veru föst upphæð, algjörlega ótengt því hvort rekstur fyrirtækisins gangi vel eða illa,“ segir hann.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir