Beint í umfjöllun

Hvaða máli skipta stóraukin flutningsgjöld frá Asíu?

Stór innlend smásölufyrirtæki segjast ekki hafa fundið fyrir merkjanlegum áhrifum af átökunum á Rauðahafinu.

Hútar, jemensku uppreisnarmenn, hafa herjað á fraktskip á Rauðahafinu frá því í nóvember til þess að bregðast við hernaði Ísraelsmanna á Gasasvæðinu. Árásirnar hafa neytt stór skipafélög á borð við Maersk til að hætta siglingum í gegnum Súesskurðinn, sem tengir Miðjarðarhafið við Rauðahafið, og leggja leið sína fyrir Góðrarvonarhöfða, syðst í Afríku. Lengri siglingarleið hefur dregið úr afkastagetu flutningakerfisins og haft keðjuverkandi áhrif þannig að teppur hafa myndast í höfnum í Miðjarðarhafinu og Asíu.

Afleiðingin er sú að flutningsgjöld milli Asíu og Evrópu hafa margfaldast frá áramótum. Gámavísitala Drewry, sem mælir verðbreytingar á helstu siglingaleiðum heims, stendur nú í ríflega 5.100 Bandaríkjadölum og er 233 prósentum hærra en fyrir ári síðan. Hún er jafnframt margfalt hærri en þekktist á árunum fyrir farsóttina, en þá sveiflaðist vísitalan að jafnaði milli 1 og 2 þúsund dala. 

Hækkanirnar sem hafa sést á þessu ár eru þó enn töluvert frá því þegar verst lét í miðjum heimsfaraldri. Dregið var úr afkastagetu flutningakerfisins í upphafi faraldursins en þegar eftirspurn tók hratt við sér ruku flutningsgjöld upp úr öllu valdi. Drewry-vísitalan náði hæstu hæðum í kringum í 10 þúsund dali um mitt ár 2021, lækkaði síðan hratt árið eftir og hélst í nokkuð eðlilegu horfi í fyrra.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir