Beint í umfjöllun

Hóflegar hækkanir en aðgerðapakki vekur ugg

Viðmælendur Hluthafans í stjórnsýslunni segja 80 milljarða króna aðgerðapakka nær 60 milljörðum ef miðað er við fjárlög þessa árs og fjármálaáætlun fyrir næstu ár.

„Mögulega eru þetta skástu samningar sem hægt er að ná í núverandi vinnumarkaðskerfi. Spurningin er hvort það þýði að samningarnir séu góðir eða kerfið lélegt,“ segir Jón Eggert Hallsson, sjóðstjóri skuldabréfasjóða hjá Stefni, um niðurstöðu kjaraviðræðna.

Jákvæði punkturinn eru launahækkanir sem eru sagðar hóflegri en áður. Samkvæmt fjögurra ára kjarasamningum, sem SA og breiðfylking stéttarfélaga skrifuðu undir í síðustu viku, verður lágmarkshækkun launa 23.750 krónur. Almennt hækka laun um 3,25 prósent á þessu ári og 3,5 prósent næstu þrjú árin á eftir.

Þá kveða samningarnir á um greiðslu kauptaxtaauka ef launavísitala hækkar umfram ákveðið viðmið og greiðslu framleiðniauka ef vöxtur framleiðni verður meiri en 1,5 prósent.

„Aðalmálið í þessu er að okkar mati að óvissunni hefur verið eytt með undirritun á fjögurra ára kjarasamningi. Launahækkanirnar í samningnum eru hóflegar og ættu að styðja við stöðugra verðlag,“ segir Stefán Helgi Jónsson, sjóðstjóri skuldabréfasjóða hjá Kviku eignastýringu.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir