Ritstjóri Hluthafans fer í foreldraorlof frá byrjun ágúst og fram til áramóta. Á tímabilinu falla öll áskriftargjöld niður og útgáfustarfsemi verður í lágmarki.
Allar sjálfvirkar og reglulegar kreditkortafærslur hafa, frá og með deginum í dag, verið settar á ís til 10. janúar 2025 en áskrifendur verða látnir vita áður en að því kemur. Þá verða engir reikningar gefnir út fyrir þennan júlímánuð eða mánuðina á eftir.
Hingað til hafa áherslur og efnistök Hluthafans skilað sér í stæðilegum og sístækkandi áskrifendahópi. Í stað þess að reyna að halda lífi í miðlinum á meðan foreldraorlofinu stendur – og þar af leiðandi taka áhættu á því að áskrifendur verði fyrir vonbrigðum – verður gert hlé þar til Hluthafinn getur aftur staðið að fullu undir kröfum áskrifenda og gjaldinu sem er innheimt.
Á tímabilinu frá ágúst og fram til áramóta kunna að birtast einstaka umfjallanir en þær verða opnar öllum lesendum. Hluthafinn mun síðan snúa aftur með nýjar hugmyndir um þjónustu við áskrifendur og metnað til að stækka enn frekar.
Tekið er við öllum fyrirspurnum á netfanginu thorsteinn@hluthafinn.is