Fjármálaráðuneytið telur að þýska fyrirtækið Heinemann, sem brátt tekur við rekstri Fríhafnarinnar, sé ekki bundið af sömu kvöðum um jafnræði við innkaup á áfengi og Fríhöfnin hefur verið. Fyrirtækið getur því farið sínu fram í samningaviðræðum við birgja.