Beint í umfjöllun

#11 Vanræktur kolefnismarkaður, aðkallandi yfirtaka og horfur fyrir sérhæfð lán

Vantar sjóði og stór loforð til að skala upp kolefnismarkað

„Við höfum komið því á framfæri við fjármálafyrirtæki og stofnanafjárfesta að nú sé tækifæri til að stofna sjóð sem fjárfestir í kolefniseiningum,“ segir Ólafur Páll Torfason, rekstrarstjóri International Carbon Registry

Þrátt fyrir bakslag vegna kolefniseininga af ódýrari gerðinni hafa mörg erlend fjármálafyrirtæki tekið langa stöðu í hágæðaeiningum sem endurspegla varanlega bindingu. Það helgast af þeirri spá að regluverkið í öllum heimshlutum þróist í þá átt að kolefniseiningar verði hefðbundin fjárfestingavara og tól í rekstri fyrirtækja.

Lesa umfjöllun



Samkaup og Heimkaup í kappi við tímann

Samkaup og Heimkaup telja nauðsynlegt að rekstrarleg samþætting félaganna hefjist áður en Samkeppniseftirlitið fellir sinn dóm um samrunann. Þau hafa fengið undanþáguheimild til þess að framkvæma samrunann á meðan hann er til rannsóknar.

Að eigin sögn hafa smásölufélögin tvö verið í verulega krefjandi rekstraraðstæðum sem mun að þvinga þau til enn frekari álagningar og er „alls óvíst hvort félögin yrðu rekstrarhæf samkvæmt þeim sviðsmyndum.“

Lesa frétt


Eiga ekki von á miklum vexti í sérhæfðum lánveitingum

Aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs hjá Seðlabanka Íslands segist ekki eiga von á því að hlutdeild sérhæfðra lánasjóða í fyrirtækjaskuldum aukist mikið frá því sem nú er.

Sérhæfðar lánveitingar (e. private credit) hafa rutt sér til rúms á erlendum mörkuðum og eru lánasjóðir nú í harðri samkeppni við bankakerfið um að veita lán til atvinnufyrirtækja. Þróunin hér á landi hefur þó verið hægari.

Lesa frétt


Tilnefningarnefnd gæti lent í skotsigti VG á næsta kjörtímabili

Á þessu kjörtímabili mun nýr meirihluti í Reykjavíkurborg ekki vinda ofan af þeim breytingum sem voru fólgnar í mörkun eigendastefnu fyrir borgina árið 2022 og höfðu það í för með sér að tilnefningarnefnd kemur að skipun stjórnarmanna í borgarfyrirtækjum. En haldi meirihlutinn í kosningunum á næsta ári gæti nefndin lent í skotsigti Vinstri grænna og annarra flokka í meirihlutanum, sem efast um ágæti hennar.

„Við vindum ekki ofan af þessu á yfirstandandi kjörtímabili –þetta verður frekar rætt á næsta kjörtímabili,”segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, í samtali við Hluthafann en gengið verður til kosninga á fyrri hluta næsta árs.

Breytingunni árið 2022 var ætlað að skapa fjarlægð milli stjórna borgarfyrirtækja og stjórnmálamanna, ásamt því að gera ferlið faglegra. Nú er það svo að borgarráð skipar tilnefningarnefnd sem leggur fram rökstudda tillögu, byggða á faglegu mati, til borgarráðs um skipun stjórnarmanna í þeim tilgangi að ná fram bestu samsetningu stjórnar.

Tillögurnar miðast við að meirihluti stjórnarmanna sé óháður fyrirtækinu og stjórnendum þess, og tiltekinn hluti jafnframt óháður Reykjavíkurborg, þ.e.a.s. ekki kjörnir fulltrúar eða starfsmenn Reykjavíkurborgar.

Þetta var sérstakt kappsmál Viðreisnar, sem hvarf úr borgarstjórn fyrr á þessu ári og Píratar voru ekki mótfallnir þeirri hugmynd að gera ferlið faglegra. Vinstri grænir höfðu hins vegar ekki sömu skoðun.

„Þetta var kannski tilraunarinnar virði en ég er ekki sammála þessu. Ég hef aldrei verið þeirrar skoðunar að stjórnarmenn í opinberum fyrirtækjum eigi endilega að vera óháðir,“ segir Líf.

„Ábyrgðin er fyrst og síðast hjá stjórnmálamönnum, og ábyrgðin verður að vera skýr. Eftir að þetta var tekið upp er fjarlægðin orðin meiri.“

Ríkið hefur nú fylgt í fótspor borgarinnar með lagabreytingu sem tók gildi um áramótin. Á þessum grundvelli hefur fjármála- og efnahagsráðherra skipað tvær valnefndir til að meta hæfni og óhæði þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum.


Skotsilfur

Skarð í rekstri Póstsins?

Íslandspóstur birti á dögunum uppgjör sem sýndi rekstrartekjurnar aukast um 514 milljónir króna og fara þannig upp í ríflega 7,3 milljarða, sem hlýtur að teljast fín niðurstaða í tómarúmi.

En þegar rýnt er í skiptingu tekna kemur í ljós að innlendar tekjur Póstsins gáfu lítillega eftir. Hluti af aukningunni var vegna hækkunar á ríkisframlagi milli ára – og það er umræða út af fyrir sig – en megnið mátti rekja til erlendra sendinga. Þá staðreynd þarf að setja í samhengi við Temu, kínverska netverslunarisann sem hefur verið í leiftursókn á Evrópumarkaði.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir