Beint í umfjöllun

Howard Marks, sem hefur náð frábærum árangri í heimi fjármála síðastliðin 60 ár, skrifar vinsæla pistla sem lesa má á vefsíðu eignastýringarrisans Oaktree Capital Management, sem hann stofnaði árið 1995.

Nýlegir pistlar hans undir fyrirsögninni „Breytt sjólag” hafa vakið athygli en skilaboðin til fjárfesta eru þau að nú séu aðstæður á fjármálamarkaði breyttar frá því sem þeir hafa vanist síðastliðin 40 ár.

Fyrir rúmlega 40 árum hófst tímabil þar sem vaxtastig fór meira og minna lækkandi í Bandaríkjunum og víðar. Auk þess að halda stýrivöxtum lágum hófu seðlabankar að auka peningamagn í umferð árið 2008 í aðgerðum sem náðu hámarki á Covid tímabilinu árin 2020 til 2021. Í lok þessa tímabils fór verðbólga á fleygiferð með þeim afleiðingum að hækka þurfti vaxtastig mjög skarpt.

Útlán sjóðanna „taka súrefni úr markaðinum“
Hlutabréf hafa lækkað töluvert á þessu ári vegna verðbólgu og hárra vaxta. Ofan á það bætist flæðisvandamál sem má rekja til aukinna umsvifa lífeyrissjóða á húsnæðislánamarkaði.

Nú er svo komið að lífeyrissjóðir heimsins geta náð markmiðum sínum með kaupum á tryggum skuldabréfum þar sem endurgreiðsla höfðuðstóls er samningsbundin. Við þessar aðstæður þurfa þeir ekki að bæta í fjárfestingar sínar í áhættusömum eignaflokkum eins og hlutabréfum, skuldsettum fasteignum og öðru slíku.

Howard Marks telur að eignasöfn muni breytast og eigendur skuldabréfa muni gera vel næstu árin. Að fenginni reynslu telur hann að fasteignir og hlutabréf muni fela í sér verðbólguvörn síðar meir, í kjölfar verðlækkana.

Umfjallanir