BlueBay Asset Management, einn stærsti skuldabréfafjárfestir Evrópu og stærsti erlendi fjárfestirinn í íslenskum ríkisskuldabréfum, telur að fjármálaráðuneytið og Lánamál ríkisins þurfi að gera meira til að hvetja til þátttöku erlendra fjárfesta á skuldabréfamarkaði. Þá þurfi einnig að koma böndum á einkaneyslu og háar launakröfur, sem geta magnað upp verðbólguvandann um árabil.
BlueBay vill sjá meira frumkvæði í fjármögnun ríkissjóðs
BlueBay Asset Management, stærsti erlendi fjárfestirinn á íslenskum skuldabréfamarkaði, telur að Ísland muni fara á mis við „gullið tækifæri“ til að njóta hagsældarskeiðs ef ekki næst að koma böndum á launaskrið.