Beint í umfjöllun

Það voru meiri líkur en minni á því að aðalfundur Kviku banka í síðustu viku myndi spilast út eins og flestir aðrir fundir hjá skráðum íslenskum félögum. Þrátt fyrir markverða atburði á síðasta ári – svo sem risasölu á tryggingafélaginu TM til Landsbankans og arðgreiðsluna sem af henni leiddi – var ekki viðbúið að neinn hluthafi tæki til máls. Á hinum hefðbundna fundi eru tillögur bornar undir hluthafa og afgreiddar með handauppréttingum á innan við klukkutíma.

En í þetta sinn kvaddi sér hljóðs Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs. Hann þakkaði stjórnendum og starfsfólki bankans fyrir góða frammistöðu á liðnu rekstrarári en gerði jafnframt hluthafamenningu að umtalsefni.

„Mér finnst ljóður á hluthafamenningunni þegar hluthafar eiga í miklum samskiptum við stjórn í aðdraganda fundar en tjá sig svo ekkert á fundinum. Það er á vissan hátt vanvirðing við þá sem undirbúa fundina og skipuleggja þétta dagskrá að enginn vilji taka til máls,“ segir Ólafur þegar hann er spurður um erindið. Hann segist einnig hafa vakið máls á þessu á fundum Brims, Heimum,  Hampiðjunni og Nova.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir