Beint í umfjöllun

Óhefðbundnar auglýsingar í Hluthafanum

Hluthafinn gefur út vikulegt fréttabréf sem fleiri hundruð áskrifendur opna hverju sinni. Áskrifendur eru þröngur og vel skilgreindur hópur og því til viðbótar ná umfjallanir Hluthafans til 3-5 þúsund manns í hverjum mánuði.

Við sækjumst eftir samstarfi við einn auglýsanda hverji sinni og fær hann þá birtingu í hverri umfjöllun og hverju fréttabréfi sem miðillinn gefur út. Verðið er 3.800 SEK á mánuði, eða sem nemur 50 þúsundum íslenskra króna.

En hérna er aðalatriðið: Hluthafinn var stofnaður til höfuðs fjöldaframleiðslu í fjölmiðlum og kapphlaupinu um smelli. Við förum hægt í sakirnar, veltum hverju máli fyrir okkur, leitum ólíkra sjónarmiða og vöndum síðan textaskrifin til að gera lesturinn ánægjulegan. Og með látlausri hönnun og svarthvítri litapallettu reynum við að minnka áreiti við lesturinn.

Þess vegna gerum við eina, óhefðbundna kröfu: að auglýsingin sé ekki gróft stílbrot. Hún verður að vera svarthvít eða þá í hinum teiknaða stíl sem einkennir sumar umfjallanir eins og skjáskotið að neðan sýnir. Við getum aðstoðað þig við að hanna auglýsinguna þannig að hún bæði veki athygli lesenda og falli vel að umhverfi sínu.

Áhugasamir geta haft samband í gegnum netfangið thorsteinn@hluthafinn.is