Beint í umfjöllun

Um Hluthafann

Hluthafinn er áskriftarmiðill sem var stofnaður í ágúst 2023. Hann heldur úti vikulegu fréttabréfi sem inniheldur ýtarlegar umfjallanir um efnahagsmál og verðbréfamarkaði.

Stefna miðilsins er sú að fórna aldrei gæðum umfjallana fyrir flæði á vefnum. Áskrifendur geta þannig gengið að því vísu að hver umfjöllun sem Hluthafinn birtir sé byggð á frumvinnslu upplýsinga og samtölum við þá sem þekkja vel til mála. Þá mun Hluthafinn hafa að leiðarljósi að afla ávallt ólíkra sjónarmiða þegar það á við frekar en að styðjast aðeins við eitt sjónarmið í einu.

Stofnandi og ritstjóri Hluthafans er Þorsteinn Friðrik Halldórsson, sem er hagfræðingur að mennt og hefur starfað sem viðskiptafréttamaður um árabil. Hann skrifaði fyrst fyrir mbl.is, síðan Markaðinn á Fréttablaðinu og færði sig síðan yfir til Vísis þar sem hann kom að stofnun Innherja. Þorsteinn fer með 100 prósenta hlut í sænska einkahlutafélaginu Hluthafinn AB, sem heldur utan um rekstur fjölmiðilsins.

Allar fyrirspurnir um áskriftir, athugasemdir við birtar umfjallanir og ábendingar um áhugaverð mál eru vel þegnar á netfangið thorsteinn@hluthafinn.is.