Beint í umfjöllun

#2 Slæmur fyrirboði í ferðaþjónustu, víxlar ríkissjóðs og T+1

Minnkandi leitaráhugi ferðamanna hvað Ísland varðar er „grafalvarleg“ þróun og fyrirboði um það sem koma skal ef ekki verður brugðist við. Þetta segir Hjalti Már Einarsson, framkvæmdastjóri Datera, sem sérhæfir sig í gagnadrifnum og sjálfvirkum auglýsingaherferðum.

Leitarvélar sýna neikvæð teikn á lofti fyrir ferðaþjónustu
Minnkandi leitaráhugi ferðamanna hvað Ísland varðar er „grafalvarleg“ þróun og fyrirboði um það sem koma skal ef ekkert verður aðhafst. Þetta segir Hjalti Már Einarsson, framkvæmdastjóri Datera, sem sérhæfir sig í gagnadrifnum og sjálfvirkum auglýsingaherferðum. Hjalti hélt erindi á Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar sem KPMG stóð fyrir í vikunni. Þar sagði hann

Stefnt er að því að stytta uppgjörstíma verðbréfaviðskipta í Evrópu innan þriggja ára og samræma hann þannig við bandaríska markaðinn sem steig skrefið í fyrra. Verðbréfaeftirlit Evrópu hefur nefnt á að slík stytting geti verið krefjandi þegar gjaldeyrismarkaðir eru grunnir en Seðlabanki Íslands sér gjaldeyrismarkaðinn ekki sem mikla hindrun.

Krónan flækist ekki fyrir styttingu í T+1
Uppgjör verðbréfaviðskipta snýst um að para saman kaupendur og seljendur, og tryggja að bréfin skipti um hendur fyrir umsamið verð. Á síðustu árum hefur það verið svo, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, að uppgjör vegna hlutabréfa hefur tekið tvo daga, þ.e.a.s. viðskipti á mánudegi eru gerð

Víxlar hafa verið fyrirferðarmiklir í fjármögnun ríkisjóðs að undanförnu með tilheyrandi áhrifum á vaxtabyrði. Sala á eftirstandandi hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka mun snúa þeirri þróun við að sögn sjóðstjóra.

Sala Íslandsbanka leysi víxlavanda ríkissjóðs
Ríkisvíxlar hafa verið fyrirferðamiklir í fjármögnun ríkissjóðs að undanförnu. Þeir hafa farið úr því að vera að meðaltali 6,5 prósent af innlendum skuldum ríkisins árið 2022 upp í nærri 12 prósent á síðasta ári með tilheyrandi áhrifum á vaxtabyrði. Sú þróun hélt áfram með nýlegu útboði. Andri Már Rúnarsson,

Skotsilfur

Sósíalismi Eþíópíu skilvirkari en rammaáætlun

Íslenska fyrirtækið Reykjavik Geothermal hefur komið að þróun jarðhitaverkefna í meira en 50 löndum og fyrr í vikunni var framkvæmdastjórinn Magnús Ásbjörnsson fenginn til að taka þátt í pallborðsumræðum á opnum fundi Samorku um rammaáætlun. Var hann sérstaklega beðinn um að setja ferlið, sem orkuverkefni á Íslandi þurfa að ganga í gegnum, í samhengi við reynsluna erlendis.

Magnús tók Eþíópíu fyrir en þar hefur Reykjavik Geothermal þróað tvær stórar jarðvarmavirkjanir, sem saman framleiða 300 megavött.

„[Eþíópía] er land með rætur í kommúnisma, sem síðan hefur breyst yfir í sósíalisma og planaðan vöxt á hagkerfinu, svipað og í Kína. Og þeir höfðu aldrei fengið neins konar einkafjárfestingu í innviðum.“

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir