Beint í umfjöllun

#1 Klofin Heimild, ákall frá BlueBay og sjóðstjórar sem skoruðu hæst

Sameining Kjarnans og Stundarinnar var farsæl frá rekstrarlegu sjónarhorni en hlutahafahópurinn sem stendur að baki Heimildinni er nú algjörlega klofinn í tvennt.

Pattstaða eftir klofning í kringum Mannlíf
Djúpstæður ágreiningur ríkir milli tveggja hlutahafahópa og einn hluthafi hefur styrkt stöðu sína í aðdraganda hluthafafundar.

Á næstunni verður haldinn hluthafafundur þar sem reyna mun á óhefðbundin ákvæði um tengda aðila og í aðdragandanum hefur einn hluthafi unnið að því að styrkja stöðu sína.


BlueBay Assset Management, stærsti erlendi fjárfestirinn á íslenskum skuldabréfamarkaði, telur að raunvextir þurfi að lækka örum skrefum til að viðhalda efnahagsumsvifum.

BlueBay kallar eftir mun lægri raunvöxtum
BlueBay Assset Management, stærsti erlendi fjárfestirinn á íslenskum skuldabréfamarkaði, telur að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands þurfi að bregðast skjótt við til þess að snarlækka raunvaxtastigið sem hagkerfið býr nú við. Þetta segir Neil Mehta, sjóðstjórinn sem hefur Ísland á sinni könnu, við Hluthafann. Frá sjónarhóli BlueBay eru góð skilyrði á innlendum

En miðað við nálgun peningastefnunefndar hingað til þyrfti staðan í hagkerfinu að breytast umtalsvert áður en nefndin hættir sér á á slíkar slóðir.


Skuldabréfasjóður Akta náði forskoti á aðra snemma á síðasta ári þegar hann taldi markaðinn of svartsýnan á þungann í útgáfu ríkissjóðs. Og með vel tímasettum stöðutökum náði hlutabréfasjóður SIV eignastýringar að enda árið efst á lista.

Akta synti gegn straumnum og SIV tímasetti stöðurnar vel
Sjóðstjórarnir sem skiluðu bestu ávöxtuninni í flokki innlendra verðbréfa á síðasta ári fara yfir helstu ástæðurnar á bak við gott gengi.

Tveir sjóðstjórar sem skiluðu bestu ávöxtuninni í flokki innlendra verðbréfa á síðasta ári fara yfir helstu ástæðurnar á bak við gott gengi.


Frá ritstjóra

Eftir sex mánaða rekstrarrof, sem helgaðist af feðraorlofi ritstjóra, er útgáfa Hluthafans hafin á ný. Á morgun, föstudaginn 9. janúar, virkjast sjálfvirkar kreditkortagreiðslur. Hafi einhverjum snúist hugur í millitíðinni er hægur leikur að segja upp áskrift með því að smella á „Reikningur“ efst í hægra horni heimasíðunnar. En hérna er það sem er á dagskrá:

Fyrstu tíu mánuðirnir fram að útgáfuhléi voru nýttir til að fara hægt í sakirnar og prófa hugmyndina. Viðtökurnar fóru fram úr væntingum og nú, eftir smá hlé til umhugsunar, er líkanið orðið skýrara.

Einu sinni í viku kemur út pakki, sem inniheldur minnst eina vandaða umfjöllun, tvær fréttir og mögulega fáein áhugaverð smælki ef tími gefst. Allt þarf að vera ferskt eða áhugavert – engar uppfyllingar.

Að lokum má nefna að miðillinn leitar að einum auglýsanda fyrir samstarf. Þetta yrðu þó kannski ekki hefðbundnar auglýsingar enda er okkur kappsmál að raska ekki lestrinum svo um muni. Nánar um það hér:

Óhefðbundnar auglýsingar í Hluthafanum
Hluthafinn gefur út vikulegt fréttabréf sem fleiri hundruð áskrifendur opna hverju sinni. Áskrifendur eru þröngur og vel skilgreindur hópur: Fólk í lykilstöðum í atvinnulífinu, fjármálakerfinu og stjórnsýslunni. Því til viðbótar ná umfjallanir Hluthafans til 3-5 þúsund manns í hverjum mánuði. Við sækjumst eftir samstarfi við einn auglýsanda hverji sinni og

Umfjallanir